Margrethe Angel

Kona að eldaMargrethe Angel var óvenjuleg kona á venjulegum tímum. Ævi hennar er á köflum ævintýri líkust en eftir að maðurinn hennar dó í Reykjavík var hún orðin ein í ókunnu landi langt frá sínum vinum og vandamönnum. Margrethe brást við með að stofna fyrsta veitingahús landsins og á árunum 1789-1796 sá hún fyrir sér og litlu fósturdóttur sinni með því að selja Reykvíkingum og ferðamönnum mat, drykk og gistingu í vertshúsinu sínu.

Á þessum vef er rakin saga hennar. Bæði er hægt að lesa ævisögu Margrethe og skoða bréf hennar.